Lögmenn Lagastoðar veita viðskiptavinum sínum lögfræðiráðgjöf á öllum helstu réttarsviðum auk þess að gæta hagsmuna þeirra í ágreiningsmálum fyrir stjórnvöldum og dómstólum. Á meðal viðskiptavina okkar eru einstaklingar og fyrirtæki, innlend sem erlend, auk fjölmargra opinberra aðila. Við leggjum áherslu á stuttar boðleiðir og að veita vandaða og persónulega þjónustu.

Lagastoð lögfræðiþjónusta ehf.

Starfsemi Lagastoðar lögfræðiþjónusta á rætur sínar að rekja til ársins 1979 þegar Sigurmar K. Albertsson hrl. og Skúli E. Sigurz stofnuðu saman lögmannsstofu, en frá á árinu 1990 var starfsemin rekin undir merkjum Lagastoðar. Á árinu 2007 sameinuðust síðan þrjár lögmannsstofur þegar lögmannsstofur í eigu þeirra Halldórs H. Backman hrl. og Guðmundar Ó. Björgvinssonar hrl. annars vegar og Kristins Bjarnasonar hrl. hins vegar runnu saman við Lagastoð með stofnun félagsins Lagastoð lögfræðiþjónusta ehf. Síðan þá hafa Gizur Bergsteinsson hrl. og Helgi Sigurðsson hrl. bæst í hóp eigenda Lagastoðar.

Eigendur Lagastoðar eru allir hæstaréttarlögmenn og hafa áralanga reynslu af lögmannsstörfum. Þá hafa þeir umfangsmikla reynslu af rekstri dómsmála, en samanlagt hafa þeir rekið hundruð mála fyrir Hæstarétti Íslands. Auk eigenda starfa eftirfarandi fulltrúar hjá Lagastoð: Ágúst Karl Karlsson hdl., Jónas Jóhannsson hrl. og Sölvi Davíðsson hdl. Lögmenn Lagastoðar sérhæfa sig á öllum helstu réttarsviðum.

Lagastoð veitir viðskiptavinum sínum lögfræðiráðgjöf á öllum helstu réttarsviðum auk þess að gæta hagsmuna þeirra í ágreiningsmálum fyrir dómstólum. Á meðal viðskiptavina Lagastoðar eru einstaklingar og fyrirtæki, innlend sem erlend, auk fjölmargra opinberra aðila. Stærð lögmannsstofunnar tryggir að viðskiptavinir hennar eiga ávallt greiðan aðgang að þeim lögmönnum sem gæta hagsmuna þeirra. Þannig er lögð áhersla á stuttar boðleiðir og persónulega þjónustu.

Lagastoð innheimtuþjónusta ehf.

Lagastoð innheimtuþjónusta ehf. er systurfélag Lagastoðar lögfræðiþjónustu ehf. Lagastoð innheimtuþjónusta ehf. býður upp á alhliða ráðgjöf og þjónustu á sviði innheimtu hvers kyns fjárkrafna. Starfsemi innheimtuþjónustunnar á rætur sínar að rekja til ársins 1979 er lögmannsstofa Sigurmars K. Albertssonar hrl. og Skúla E. Sigurz fulltrúa hóf starfsemi, en innheimtustarfsemi undir merkjum Lagastoðar hefur verið starfrækt allt frá árinu 1990.