Lögmenn Lagastoðar hafa áralanga reynslu af lögmannsstörfum og veita ráðgjöf á öllum helstu réttarsviðum. Þegar á reynir gætum við hagsmuna umbjóðenda okkar hvort tveggja fyrir stjórnvöldum og fyrir dómstólum.

Eigendur

Gizur Bergsteinsson

Hæstaréttarlögmaður

Fæddur 15. nóvember 1973.

Sérsvið Gizurar eru samkeppnisréttur auk réttarsviða þar sem stjórnvöld hafa eftirlitshlutverk og/eða taka ákvarðanir um réttindi og skyldur fyrirtækja og einstaklinga. Þá hefur Gizur sérhæft sig í málum sem varða skaðabótaábyrgð fyrirtækja og sérfræðinga auk þess sem hann hefur veitt ráðgjöf á sviði félaga-, vátrygginga- og skattaréttar.

Áður en Gizur hóf störf sem lögmaður starfaði hann hjá yfirskattanefnd og sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands. Gizur lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1998 og LL.M. prófi í viðskipta- og félagarétti (Commercial and Corporate Law) frá University College London 2004.

Guðmundur Óli Björgvinsson

Hæstaréttarlögmaður

Fæddur 2. ágúst 1970.

„Í vinnslu“

Kristinn Bjarnason

Hæstaréttarlögmaður

Fæddur 24. mars 1964.

 

„Í vinnslu“

Sigurmar K. Albertsson

Hæstaréttarlögmaður

Fæddur 7. mai 1946.

Sigurmar hefur mikla reynslu af almennum lögfræðistörfum og innheimtumálum. Sérsvið hans eru einkum skiptaréttur og fyrirtækjaréttur.

Starfsferill:

Lögmaður Tollstjórans í Reykjavík frá 1973 – 1979.

Héraðsdómslögmaður á eigin lögfræðistöfu 1979- 1986.

Hæstaréttarlögmaður á eigin lögfræðistofu sem var færð í hlutafélagaform árið 1990 undir nafni Lagastoðar ehf.

Einn af stofnendum Lagastoðar lögfræðiþjónustu ehf. árið 2007.

Námsferill og réttindi:

Menntaskólinn á Akureyri, stúndent 1968.

Háskóli Íslands, embættispróf í lögfræði 1972.

Framhaldsnám í Stokkhólmsháskóla 1972 – 1973.

Hæstaréttarlögmaður 1986.

Tungumál:

Enska

Norðurlandamál

Annað:

Í kjörstjórn vegna Alþingiskosninga 1974 – 1982.

Í kjörstjórn vegna forsetakosninga 1980.

Seta í Lyfjaverðs- og hollustunefnd, 1997 – 2003, skipaður af Hæstarétti Íslands.

Varaformaður Lögmannafélags Íslands 1995 – 1998.

Formaður Lögmannafélags Íslands 1998 – 1999.

Hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja.

 

Skúli Eggert Sigurz

Framkvæmdastjóri

Fæddur 18. desember 1951 í Reykjavík.

Skúli er framkvæmdastjóri Lagastoðar ehf. og innheimtustjóri hjá Innheimtuþjónustunni.

Hann hefur mikla reynslu af innheimtumálum.

Starfsferill:

Starfaði hjá Borgarfógetaembættinu í Reykjavík um árabil við uppboðs- og skiptarétt.

Stefnuvottur í Reykjavík frá 1971.

Meðeigandi og framkvæmdastjóri Lögfræðiskrifstofunnar Klapparstíg 27 (sem síðar varð Lagastoð ehf.) frá 1979.

Framkvæmdastjóri Lagastoðar ehf., innheimtuþjónustu og Lagastoðar ehf., lögfræðiþjónustur frá 2007.

Námsferill: 

MT, stúdent 1973.

Tungumál:

Enska

Danska

Fulltrúar

Jónas Jóhannsson

Hæstaréttarlögmaður

Fæddur 7. nóvember 1962 á Akureyri

Jónas útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 1988 og hóf í sama mánuði störf sem dómarafulltrúi í Sakadómi Reykjavíkur. Jónas var settur héraðsdómari við embætti allra sýslumannsembætta á Vestfjörðum frá 1. ágúst 1991, vann þar jafnframt að undirbúningi aðskilnaðar dómsvalds og framkvæmdavalds í héraði og tók svo við nýstofnuðu embætti Héraðsdóms Vestfjarða 1. júlí 1992. Hann sagði embætti dómstjóra lausu haustið 1998, fluttist í Héraðsdóm Reykjaness og sinnti þar öllum almennum dómstörfum. Jónas færði sig yfir í Héraðsdóm Reykjavíkur í ársbyrjun 2006, sinnti þar fyrst og fremst meðferð sakamála og var dómari þar uns hann baðst lausnar frá embætti um áramót 2011 -2012.

Jónas hóf störf sem hæstaréttarlögmaður hjá Lagastoð í ársbyrjun 2012, en sérsvið hans eru fyrst og fremst barna- og fjölskylduréttur, verjandastörf og réttargæsla í sakamálum, mannréttindamál, stjórnsýsluréttur, kröfuréttur, skaðabótaréttur og vinnuréttur.

Starfsferill:

Dómarafulltrúi frá 1988 – 1991

Héraðsdómari frá 1991 – 2012

Hæstaréttarlögmaður frá 2012

Námsferill og réttindi:

Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1982

Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 1988

Málflutningsréttindi í héraði 7. apríl 2000

Nám í Evrópurétti við háskólann í Lundi 2004 – 2005

Málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti 18. janúar 2012

Kennslu- og trúnaðarstörf:

Hefur flutt erindi og ritað fræðigreinar á sviði barnaréttar

Fulltrúi Dómstólaráðs gagnvart Haagráðstefnunni 2002 – 2012

Kenndi alþjóðlegan einkamálarétt við Háskólann í Reykjavík 2006

Forseti Íslendingafélagsins í Belgíu frá 2010 – 2015

Formaður gjafsóknarnefndar frá 1. september 2017

Tungumál:

Les, talar og skrifar ensku sem móðurmál

Les og skilur dönsku, norsku og sænsku þokkalega.

Loka