Á meðal sérsviða Gizurar eru samkeppnisréttur, reglur um ólögmæta rískisaðstoð og reglur um opinber innkaup. Þá veitir Gizur ráðgjöf á sviði félaga- og skattaréttar og skaðabóta- og vátryggingaréttar auk þess sem hann annast margskonar samningagerð.
Gizur flytur mál fyrir héraðsdómstólum, Landsrétti, Hæstarétti Íslands og EFTA-dómstólnum.
Áður en Gizur hóf störf sem lögmaður starfaði hann sem lögfræðingur hjá yfirskattanefnd og aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands. Gizur lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1998 og LL.M. prófi í viðskipa- og félagarétti (Commercial and Corporate Law) frá University College London 2004.
Gizur hefur kennt einkamálaréttarfar við lagadeild Háskóla Íslands og er prófdómari í samkeppnisrétti við deildina.
Á meðal nýlegra mála sem Gizur hefur flutt eru:
Dómur Hæstaréttar 11. október 2018 í máli nr. 154/2017,
Ferskar kjötvörur ehf. gegn íslenska ríkinu.
Ágreiningur um hvort innflutningsbann íslenskra laga væri í andstöðu við EES-reglur.
Dómur EFTA-dómstólsins 30. maí 2018 í máli nr. E-6/17,
Beiðni um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins, frá Héraðsdómi Reykjavíkur, í máli Fjarskipta hf. gegn Símanum hf.
Ágreiningur um beitingu ákvæða 54. gr. EES-samningsins, um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, við málsmeðferð fyrir héraðsdómi.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2018 í máli nr. E-1613/2017,
Mjólkursamsalan ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu.
Ágreiningur um hvort háttsemi fyrirtækis fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu og fjárhæð stjórnvaldssektar.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. maí 2018 í máli nr. E-550/2016,
Byko ehf. og Norvik hf. gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu.
Ágreiningur um hvort háttsemi byggingavörufyrirtækja fæli í sér verðsamráð og fjárhæð stjórnvaldssektar.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2018 í máli nr. E-193/2016,
Ákæruvaldið gegn Lárusi Welding o.fl.
Markaðsmisnotkun með hlutabréf.
Dómur Hæstaréttar 13. mars 2017 í máli nr. 64/2017,
Þjóðskjalasafn Íslands gegn Allianz Global Corporate & Specialty AG o.fl.
Ágreiningur um skyldu til afhendingar gagna.
Dómur Hæstaréttar 2. febrúar 2017 í máli nr. 300/2016,
Emma Fanney Baldvinsdóttir gegn Íbúðalánasjóði og til vara íslenska ríkinu.
Ágreiningur um skaðabótaábyrgð Íbúðalánasjóðs vegna nauðungarsölu.
Dómur Hæstaréttar 2. febrúar 2017 í máli nr. 273/2015,
Sorpa bs. gegn Samkeppniseftirlitinu.
Ágreiningur um hvort háttsemi byggðasamlags fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu.
Dómur Hæstaréttar 6. október 2016 í máli nr. 498/2015,
Ákæruvaldið gegn Hreiðari Má Sigurðssyni o.fl.
Markaðsmisnotkun með hlutabréf.
Dómur EFTA-dómstólsins 22. september 2016 í máli nr. E-29/15,
Beiðni um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins, frá Héraðsdómi Reykjavíkur, í máli Sorpu bs. gegn Samkeppniseftirlitinu.
Ágreiningur um skýringu ákvæða 54. gr. EES-samningsins, um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, við málsmeðferð fyrir Hæstarétti.
Dómur Hæstaréttar 28. apríl 2016 í máli nr. 419/2015,
Valitor hf. gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu.
Ágreiningur um hvort háttsemi fyrirtækis fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu og fjárhæð stjórnvaldssektar.
Dómur Hæstaréttar 10. mars 2016 í máli nr. 417/2015,
Elías Georgsson gegn íslenska ríkinu.
Ágreiningur um skattlagningu vegna ólögmætrar lánveitingar hlutafélags.
Dómur Hæstaréttar 4. febrúar 2016 í málum nr. 272/2015, 277/2015 og 278/2015,
Skeljungur hf. gegn íslenska ríkinu.
Olíuverslun Íslands hf. gegn íslenska ríkinu.
Ker hf. gegn íslenska ríkinu.
Ágreiningur um heimild til að leggja á stjórnvaldssekt og fjárhæð hennar vegna ólögmæts samráðs olíufyrirtækja.
Dómur Hæstaréttar 15. október 2015 í máli nr. 127/2015,
Mýrdalshreppur o.fl. gegn Þorsteini Gunnarssyni o.fl.
Ágreiningur um eignarrétt að Dyrhólaey.
Dómur EFTA-dómstólsins 10. desember 2014 í máli nr. E-18/14,
Beiðni um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins, frá Héraðsdómi Reykjavíkur, í máli Wow air ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu, Isavia ohf. og Icelandair ehf.
Ágreiningur um skýringu ákvæða reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 95/94 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum.